Fara beint í efni

Afhending

Ef þú pantar í dag og býrð utan höfuðborgarsvæðisins, þá gefum við okkur fjóra virka daga til að útvega vöruna og koma henni af stað. Algengast er að varan fari af stað næsta virka dag eftir að pöntun hefur verið móttekin.

Ef þú hefur pantað á netinu en varan ekki borist, eða eitthvað vantað í sendinguna, þá getur þú hringt í okkur alla virka daga frá 11-18 í síma 510-7000.

Keyptir þú vöruna í einni af verslunum okkar og áttir von á kvöldsendingu? Kvöldakstur hefst kl 17 og er að öllu jöfnu lokið fyrir kl. 22.


Ábyrgð

Flestar vörur okkar eru með tveggja ára ábyrgð en sumar enn lengri, eða allt að 25 árum, eins og GOLD-dýnurnar. Viljum minna fólk á að geyma allar nótur (kassastrimla) til að ábyrgðin gildi.


Vörur

Stefna okkar er að bjóða sem flestar vörur úr verslunum okkar til kaups á netinu og hlutfall þeirra fer vaxandi dag frá degi. Nú þegar er mikill meirihluti allra vörunúmera í boði á netinu.

Þegar rétta rúmið er valið er þumalputtareglan sú að stíft rúm sé betra fyrir þunga einstaklinga og mjúk fyrir léttari. Við bjóðum gott úrval af rúmum og allir ættu að geta fundið eitthvað sem hentar þeim. 

Þú skalt vera viss um að þetta rafmagnsrúm passi fyrir þig (gott að prófa mismunandi tegundir). Er hægt að halla því eins og þú vilt? Er hægt að hækka rúmið við fætur eins og þú vilt hafa það? Afgreiðslufólkið á að sjá til þess að benda þér á allt sem þú þarft til að nota rúmið, þ.e.a.s. að þú fáir rúmgrind, fætur, botn, dýnu, yfirdýnu og fjarstýringu. Við viljum vekja athygli á að ef þú kaupir rafmangsrúm þá mælum ivð með að þú kaupir hlífðardýnu. Þú vilt geta þvegið hlífðardýnuna oft, jafnvel við 90°C.

Þú skalt kynna þér úrvalið og gæðin sem við bjóðum upp á. Þegar þú hefur tekið ákvörðun um að kaupa þér boxdýnu þarft þú að hafa í huga að kaupa fætur, hlífðardýnu og lak í réttri stærð.

Stór hluti af vörum okkar, svo sem dýnur, dúnsængur, koddar, lök og handklæði skiptist niður í þessa flokka. Það þýðir einfaldlega að við erum með vörur fyrir alla, hvort sem það eru gæði, lágt verð eða hvort tveggja sem þú leggur áherslu á:

Viltu enn betra úrval og meiri gæði á sanngjörnu verði? Veldu þá vörur merktar PLUS.


Ef þú vilt það allra besta sem við höfum að bjóða, úr bestu fáanlegu efnum, án þess að borga of mikið, veldu þá vörur merktar GOLD.

 


Magn innkaup (Business-to-business)

Við erum hér til að aðstoða þig við að gera innkaupin fyrir þitt fyrirtæki, stofnun, hótel, gistiheimili enn ódýrari en þig grunaði að væri hægt. Sendu okkur póst á b2b@jysk.is. Endilega skoðaðu B2B þjónustu JYSK nánar hér.

Við viljum tryggja að þú fáir góða, persónulega þjónustu. Við viljum að þú treystir okkur til að gera innkaupin enn betri og ódýrari. Vertu í sambandi við okkur og við aðstoðum þig.Sendu okkur línu á vefverslun@jysk.is.

Það er sjálfsagt að skila vörunni ef hún er í upprunalegum pakkningum og þú átt nótuna/kassastrimilinn til að sýna fram á verðið sem greitt var fyrir vöruna. Nærfatnaði er þó ekki hægt að skila.

Já, það er hægt. Þegar þú ert að ganga frá pöntuninni þarf að velja "Smellt og Sótt" í afhendingarmátanum til þess að sækja vörurnar.

Ef varan er greidd í einhverri verslana okkar, eða á netinu, er sjálfsagt að koma vörunni í póst fyrir viðkomandi. Sendið fyrirspurn á vefverslun@jysk.is. Burðargjaldið greiðir þú beint hjá flutningsaðila.

Um leið og þú hefur gefið upp greiðslukortaupplýsingar og staðfest pöntunina á netinu er kortið þitt gjaldfært fyrir því sem þú pantaðir. En þú getur hringt strax í okkur í síma 510-7000 ef þú vilt fá að hætta við og fá endurgreitt.


Greiðsla

Þú getur notað debet og kreditkort eins og t.d. VISA eða MasterCard. Einnig er hægt að nota NETGÍRÓ eða SiminnPay Léttkaup.


Staðfesting á pöntun á netinu

Þú ættir að hafa fengið sjálfvirka staðfestingu á pöntuninni með tölvupósti en það er alltaf hætta á því að sjálfvirkar tölvupóstsendingar lendi í ruslpóstsíum póstforrita. Athugaðu hvort pósturinn leynist í möppunni ruslpóstur (spam). Sé hann heldur ekki þar kann að vera að þú hafir ekki slegið netfangið rétt inn. Ef þú ert í vafa getur þú haft samband við okkur með pósti á netfangið vefverslun@jysk.is og við skoðum málið fyrir þig.


Gjöf

Alveg sjálfsagt. Gjafabréf er hægt að kaupa í öllum verslunum okkar.

Því miður býður kerfið okkar ekki upp á að nota gjafabréf á netinu.