Fara beint í efni
Efnisyfirlit
  1. Upplýsingar um seljanda
  2. Skiptiréttur/skilaréttur í verslun
  3. Verslað í vefverslun
    1. Skilaréttur í vefverslun
    2. Upplýsingar og verð
    3. Afhendingartími
  4. Greiðslumöguleikar
    1. Verslanir
    2. Vefverslun
  5. Ábyrgð
  6. Persónuvernd og vafrakökur
  7. Ágreiningur
1. Upplýsingar um seljanda

JYSK á Íslandi - Rúmfatalagerinn ehf.

Kt:440887-1209
Höfðabakki 9a
110 Reykjavík
Sími: 510-7000
Netfang: jysk@jysk.is
VSK númer: 013778

2. Skiptiréttur/skilaréttur í verslun
  • Skilaréttur eru 14 dagar.
  • Kvittun er skilyrði fyrir vöruskilum.
  • Varan þarf að vera í upprunalegum umbúðum, óopnuð, ónotuð og óskemmd.
  • EVara sem sótt var á vöruhús skal skilað í sömu verslun þar sem hún var keypt.
  • Ekki er hægt að skila:
    • Sængum og koddum ef varan hefur verið tekin úr umbúðum.
    • Skorinni metravöru.
    • Útsöluvöru né B-vöru.
  • Andvirði skilavöru er endurgreitt sem inneignarnóta.
  • Skilareglur takmarka ekki lögbundna neytendavernd.
  • Viðskiptavinur greiðir sendingarkostnað sem hlýst við vöruskil.
Lög um neytendakaup
Lög um þjónustukaup
3. Verslað í vefverslun
  1. Veldu vöru og settu í körfu.
  2. Veldu ganga frá pöntun og fylltu út allar upplýsingar.
  3. Veldu sendingarmáta og greiðslumáta.
  4. Þegar greiðsla hefur borist færðu kvittun fyrir kaupunum á tölvupósti og þar með er kominn samningur milli þín og vefverslun JYSK.
3.a Skilaréttur í vefverslun

Viðskiptavinur hefur rétt til að falla frá þessum samningi án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga.

  • Til þess að nýta þennan rétt þá þarf viðskiptavinur að koma því á framfæri við JYSK í gegnum tölvupóst, netspjall eða með bréfi innan 14 daga frá því að varan er afhent skráðum viðtakanda.
  • Ef allri pöntun er skilað þá endurgreiðir JYSK vörurnar ásamt sendingarkostnaði. Ef hluta pöntunar er skilað er endurgreitt fyrir þær vörur sem var skilað.
  • Ekki er hægt að neita móttöku sendingar og þar með hætta við pöntun án þess að koma því á framfæri við JYSK.
  • Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema um sé að ræða ranga, skemmda eða gallaða vöru.
  • Viðskiptavinur er aðeins ábyrgur fyrir allri rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar af meðferð hennar annarri en þeirri sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar.
  • Réttur til að falla frá samningi tekur ekki til eftirfarandi tilvika:
    • Afhendingar á innsiglaðri vöru sem er ekki hægt að skila vegna lýðheilsusjónarmiða eða af hreinlætisástæðum hafi innsigli verið rofið eftir afhendingu.
  • Af hreinlætisástæðum er hvorki hægt að skila né skipta eftirfarandi vörum ef innsigli hefur verið rofið eða umbúðir opnaðar:
    • Sængur og koddar
    • Sængurver og koddaver
    • Fatnaður, sokkar og baðsloppar
    • Handklæði og þvottapokar
    • Dýnur og yfirdýnur að undanskildum GOLD rúmdýnum (ekki yfirdýnum) samkvæmt skilmálum „prófaðu GOLD dýnu í 100 nætur“
    • Servíettur, klútar og tuskur
    • Allar hreinlætisvörur t.d. tannburstar
  • Ef til endurgreiðslu kemur er pöntunin almennt endurgreidd á sama hátt og hún var greidd þ.e. með bakfærslu á kredit- eða debetkort, niðurfellingu eða breytingu á kröfu hjá Netgíró eða Símanum Pay.
Lög um neytendasamninga
Lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu
3.b Upplýsingar og verð
  • Vöruverð er almennt það sama í vefverslun og verslunum okkar. Vöruúrval, afslættir og tilboð geta verið mismunandi á milli vefverslunar og verslana.
  • Verð, myndir og vörulýsingar á netinu og vörulista eru birtar með fyrirvara um villur.
  • Vöruverð í vefverslun er tilgreint með virðisaukaskatt en án sendingarkostnaðar. Athugið að verð getur breyst án fyrirvara og er birt með fyrirvara um innsláttar- og prentvillur.
  • Sendingarkostnaður bætist við pöntun í kaupferli í samræmi við þann sendingarmáta sem valinn er að undanskildum Flytjanda.
  • Ef Flytjandi er valinn þá fer sendingarkostnaður eftir gjaldskrá Flytjanda og er greiddur við móttöku. Sent er frá Reykjavík og JYSK tekur ekki ábyrgð á sendingargjaldi rukkað af Flytjanda.
  • Frá því pöntun er gerð þar til hún er tekin saman geta vörur í einstaka tilfellum klárast, þá er haft samband við viðskiptavin í það símanúmer eða netfang sem skráð er á pöntunina.
3.c Afhendingartími

JYSK nýtir sér sendingarþjónustu þriðja aðila og ber ekki ábyrgð á töfum sem koma upp eftir að pöntun hefur verið afgreidd sendingaraðila. Afhendingartími er mismunandi eftir hvaða sendingarmáti var valinn. Á álagstímum getur afhendingartími orðið lengri en búist er við.

  • Smellt og sótt: Pöntun tekin saman eins fljótt og auðið er. Húsgögn sem sótt eru á Selfoss eða Akureyri geta tekið 1-3 virka daga að berast verslun.
  • Pósturinn: Sent af stað alla virka daga eins fljótt og auðið er.
  • Flytjandi: Sent af stað alla virka daga eins fljótt og auðið er.
  • Kvöldkeyrsla - höfuðborgarsvæði: Heimsending milli 17:00-21:00 alla virka daga. Sent er samdægurs ef pöntun berst fyrir klukkan 14:00 á virkum degi. Annars er pöntunin send næsta virka dag. Reyni flutningsaðili að afhenda vöru samkvæmt pöntun án árangurs (t.d. ef enginn er heima) þarf að greiða á ný fyrir heimsendingu.
  • Cargo flutningar Suðurnes: Heimsending milli 17:00-19:00 alla virka daga. Sent er samdægurs ef pöntun berst fyrir klukkan 14:00 á virkum degi. Annars er pöntunin send næsta virka dag. Reyni flutningsaðili að afhenda vöru samkvæmt pöntun án árangurs (t.d. ef enginn er heima) þarf að greiða á ný fyrir heimsendingu.
  • Sótt á vöruhús: Hægt að sækja vöruna strax og viðskiptavinur fær staðfestingarpóst, tekur um það bil 5 mínútur frá því að greiðsla fer í gegn í vefverslun.
4. Greiðslumöguleikar

JYSK býður upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

4.a Verslanir

Eftirfarandi greiðslumöguleikar eru í boði:

  • Kredit- og debetkort
  • Reiðufé í íslenskum krónum
  • Raðgreiðslur eru í boði samkvæmt skilmálum Valitor. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.valitor.is/kortalan/
  • Netgíró: Nánari upplýsingar og skilmála er hægt að nálgast á www.netgiro.is 
4.b Vefverslun
  • Kredit- og debetkort: Viðskiptavini er vísað á örugga greiðslugátt Valitor þar sem allar kortaupplýsingar eru slegnar inn. Greiðslan skuldfærist strax af kortinu. Engar persónuupplýsingar eru geymdar á netþjónum JYSK sem tengjast greiðslu pöntunar þinnar.
  • Netgíró: Greiðsla fer fram á öruggu vefsvæði Netgíró samkvæmt þeirra skilmálum. Hægt er að nýta sér raðgreiðslur með Netgíró. Nánari upplýsingar og skilmála er hægt að nálgast á www.netgiro.is
  • Síminn Pay: Greiðsla fer fram í Síminn Pay appinu samkvæmt þeirra skilmálum. Hægt er að nýta sér raðgreiðslur með Símanum Pay. Nánari upplýsingar og skilmála er hægt að nálgast á www.siminn.is/siminn-pay
  • Millifærsla á bankareikning: Einungis í boði ef pantað gegnum síma eða tölvupóst. Pöntun er tínd saman þegar greiðsla hefur verið staðfest af starfsmanni JYSK. Ef greiðsla berst ekki innan 24 tíma áskilur JYSK sér rétt til að eyða pöntuninni.
  • Raðgreiðslur er hægt að gera gegnum vefverslun eða síma en til þess þarf að hafa rafræn skilríki.
5. Ábyrgð 
  • Ef ábyrgð er á keyptri vöru gildir kvittun sem ábyrgðarskírteini vörunnar.
  • Flestar vörur okkar eru með tveggja ára ábyrgð til einstaklinga frá kaupdagsetningu.
  • Ef um ræðir sölu til fyrirtækis eða til atvinnustarfsemi er ábyrgð á galla 1 ár frá kaupdagsetningu.
  • Athugið að í sumum tilfellum eru einstaka vörur með lengri ábyrgðatíma en í þeim tilfellum er slíkt tekið fram.
  • Ábyrgð nær ekki til þess sem telst vera eðlilegt slit eða notkun. Ábyrgðin fellur niður ef átt hefur verið við vöruna af öðrum en starfsfólki JYSK. Ábyrgðin fellur einnig niður ef varan er skemmd sökum rangrar eða slæmrar meðferðar.
  • Kvörtun vegna vörugalla skal berast okkur um leið og gallans verður vart og fer hún þá í ferli hjá þjónustudeild JYSK.

Hægt er að tilkynna um galla með tölvupósti á jysk@jysk.is eða í síma 510-7000.

Upplýsingasíða um ábyrgð á vörum

Lög um neytendakaup
Lög um þjónustukaup

6. Persónuvernd og vafrakökur

Hér getur þú lesið skilmála okkar varðandi meðferð persónuupplýsinga og vafrakökur 

7. Ágreiningur

Reynt er að leysa öll mál á sem einfaldastan hátt. Ef það er ekki mögulegt er hægt að bera málið undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Lokaúrræði er að fara með málið fyrir dómstóla og skal það gert í íslenskri lögsögu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.