Fara beint í efni
Beint á efni síðunnar
Rúmfatalagerinn - Lógó
Fara til hægri valmyndar
Vaxandi/Lækkandi röð

Fast gjald í sendingar með Póstinum í febrúar - Skilmálar

Í febrúar ætlar vefverslun Rúmfatalagersins í samstarfi við Póstinn að bjóða fast gjald í sendingar einungis í gegnum vefverslun. Fast gjald í sendingar með Póstinum eiga ekki við ef verslað er í verslun eða í gegnum síma/tölvupóst.

Vörur eru flokkaðar í fjórar stærðir (S, M, L, XL) og miðast sendingarverð með póstinum við þær óháð magni í pöntun. Verðin eru frá 1.500,- og að hámarki 15.000,- og er það stæsta varan í körfu sem ákvarðar fast verð í sendingu. Við sendum alltaf á næsta pósthús við viðtakanda.

Fast gjald í sendingar með Póstinum gildir aðeins í Febrúar 2020 og í gegnum vefverslun!

Sótt á vöruhús - Skilmálar

Vörur merktar *Staðsett í vöruhúsi í Reykjavík er hægt að borga í gegnum vefverslun og sækja. Þessi möguleiki á einungis við vörur í körfu sem eru með slíka merkingu og eru geymdar á vöruhúsi. Smærri vörur úr búð er einungist hægt að fá sendar eða velja „Smellt og sótt“ í viðkomandi búð.

Hægt er að nálgast pantanir „sótt á VH“ eftir að tölvupóstur með afhendingarnúmeri hefur verið sendur til kaupanda. Skrifstofa vefverslunar staðfestir pantanir aðeins virka daga 9-18. Ef pantað er um helgi verður vara afgreiðsluhæf næsta virka dag.

Tölvupóstur verður sendur með afhendingarnúmeri sem gefa þarf upp á vöruhúsi til að fá vöru afhenda. Vörur er hægt að nálgast á vöruhúsi eftir að staðfesting hefur verið send virka daga 10-19 og 12-18 um helgar.

Rúmfatalagerinn áskilur sér rétt að setja vöru aftur í sölu ef hún er ekki sótt innan 10 daga eftir að staðfestingar tölvupóstur hefur verið sendur.

Framvísa þarf skilríkjum þegar pöntun er sótt!

   Akstur innanbæjar

 

Akstur á höfuðborgarsvæðinu:

Akstur „leið 1“ heim á bílastæði kr. 6.500,-

Leið 1 þýðir það að varan er afhent við bílinn sem kemur með vöruna, hún er ekki flutt inn eða borin upp í íbúð/hús!

Vörum er ekið út á milli kl. 17:00 og 22:00 næsta virka dag eftir að pöntun berst.

Ef ekki næst að afhenda vöru er skilinn eftir miði þar sem fram kemur að viðkomandi geti nálgast sendinguna í Rúmfatalagernum ehf.
Nánari upplýsingar eru á tilkynningaseðli.

Einnig getur þú óskað eftir því að vörunar verði sendar með öðrum flutningasaðila, svo sem Íslandspósti.

Akstur á Akureyri:

Akstur innanbæjar á Akureyri heim að dyrum á aðeins kr. 4.000.-
 

Akstur á og frá Selfossi:

Þessi sendingarmáti er eingöngu í boði í versluninni á Selfossi

Akstur innanbæjar á Selfossi heim að dyrum á aðeins kr. 7.000,-
Akstur nágrenni Selfoss (Hveragerði, Þorlákshöfn, Stokkseyri og Eyrarbakki)
heim að dyrum á aðeins kr. 9.000.-

 

Komi upp vandamál getur þú sent viðkomandi verslun tölvupóst eða haft samband á opnunartíma, sjá nánar um verslanir hér!


   Akstur utanbæjar

 

Fáðu vörurnar sendar með Íslandspósti, Flytjanda eða öðrum flutningasaðila.

Smærri sendingar (smávara) sem afgreiða á utan höfuðborgarsvæðisins eru sendar með flutningakerfi Íslandspósts.

Stærri sendingar (dýnur og húsgögn) eru sendar með Flytjanda, nema kaupandi óski eftir öðrum flutningsaðila.

Verð er samkvæmt verðskrá viðkomandi flutningsaðila og greiðist af móttakanda.


Verðskrá er að finna á www.postur.is eða www.flytjandi.is.

Athugið að allar netpantanir eru afgreiddar frá póstversluninni á Bíldshöfða, vörulager í Korputorgi, 112 Reykjavík eða frá Glerártorgi, 600 Akureyri.

Ef einhverjar spurningar vakna, sendið póst á adstod@rfl.is.