Fara beint í efni
LOKADAGUR - HELGARTILBOÐ!

Rúmfatalagerinn er núna JYSK

Rúmfatalagerinn hefur nú breytt nafni sínu í JYSK. Fyrirtæki okkar var stofnað undir þessu nafni árið 1979 í Danmörku. Þrátt fyrir nýtt nafn höldum við áfram að bjóða upp á góð tilboð eins og alltaf.
Með því að taka upp JYSK nafnið viljum við sýna að við erum hluti af einni stærstu verslunarkeðju heims sem sérhæfir sig í vörum fyrir svefninn og heimilið. Við erum hluti af alþjóðlegri keðju sem státar af yfir 3.300 verslunum í 48 löndum.

Orðið „JYSK“ merkir upprunalega eitthvað eða einhvern frá Jótlandi í Danmörku. Ef þú ert frá Jótlandi ertu „jysk“ og Jótar eru taldir vinnusamir, jarðbundnir og áreiðanlegir.
Þessi andi JYSK er einmitt miðpunkturinn í daglegum störfum okkar. Við leggjum okkur alltaf fram við að vera til staðar fyrir viðskiptavini okkar og tryggja að þeir geti treyst okkur sem fyrirtæki. Hugtakið „jysk“ og JYSK-andinn eru orðin mikilvægir þættir í gildum fyrirtækisins. Og jafnvel þótt orðið JYSK eigi sér rætur í Danmörku deila allir starfsmenn JYSK gildunum sem það stendur fyrir, og fylgja þeim eftir, sama í hvaða heimshluta þeir starfa.