Fara beint í efni
Beint á efni síðunnar
Rúmfatalagerinn - Lógó
Fara til hægri valmyndar
Vaxandi/Lækkandi röð

Rúmfatalagerinn

Kerti og kósíheit

Höfundur : Martin C. Lumb

6 GÓÐ RÁÐ VIÐ HÖNNUN SÓLPALLSINS

rtu svo heppinn að eiga sólpall, þá er að renna upp rétta árstíðin.  Sumarið býður upp á margar yndisstundir í fríi og leik. Sólpallurinn verður oft samkomustaður utandyra, en ef þú ert einn þeirra sem vilt nýta sólpallinn betur en finnst hann ekkert sérstaklega spennandi, ættirðu að lesa aðeins lengra.

Persónulegur stíll

Hönnun sólpallsins snýst aðallega um að setja þitt persónulega yfirbragð á umhverfið. Sólpallurinn er í aðalhlutverki vor, sumar og haust. Hann er staðurinn þar sem þú vilt eyða sólskinsstundum þínum með fjölskyldu og vinum og þess vegna er mjög mikilvægt að sólpallurinn sé persónulegur og hlýlegur staður til að dvelja á.

Við hönnun á skipulagi sólpallsins ætti að huga að samhengi við hönnun innandyra. Þannig næst að skapa eina heild á heimilinu, úti og inni.

 

Skermun

Eitt mikilvægasta atriðið til að hafa í huga við hönnun sólpalls er staða hans gagnvart sól. Flest viljum við hafa sólskinið sem lengst á pallinum og þess vegna þarf að hafa það ofarlega í huga við hönnunina.

Skermun getur verið til gagns þegar sólin er sem hæst á lofti og er hvað sterkust. Hún getur einnig verið til gagns þegar döggvar. Það eru til nokkrar lausnir við skermun sólar, t.d. sólhlíf og einnig sóltjald.

Skerming með skjólvegg eða tjaldvegg getur verið kostur þegar vindur blæs inn á pallinn.  Sé garðurinn mjög opinn fyrir augum vegfarenda geta slíkir veggir geta einnig veitt gott skjól.

Yndishorn

Búðu til yndishorn á sólpallinum, t.d. með stórum blómapottum.  Blóm og grænar plöntur skapa líf og notalega stemningu á sólpallinn.

Við höfum á boðstólum blómapotta af ýmsum stærðum og þú finnur örugglega eitthvað við þitt hæfi.  Blandið saman ólíkum blómum og plöntum, bæði til að fá græna litinn á sólpallinn og einnig til að mynda fallegt blómahaf.

Munið einnig eftir litlum blómapottum til að skrauts á útiborðið.Heimilislegir hlutir skapa réttu stemninguna

Til að skapa notalega stemningu á heimilinu puntarðu það líklega upp með kertum, vösum, púðum og teppum.  Notaðu sömu aðferð til að skapa notalega stemningu úti fyrir.  Ef þú ert ekki með neina skermun á sólina þarftu að gæta þess að hún getur verið óvægin og upplitað hluti úr textíl en einnig brætt kerti.

Stofa og borðstofa á pallinum

Hafirðu pláss gætirðu skipt pallinum upp og haft bæði stað til að matast á og krók til afslöppunar.

Ef plássið er nægt til að hafa útisófasett getur það verið sérlega huggulegt, bæði útlitslega sem og til aukinna þæginda.

Kerti og kósíheit

Það eru margar leiðir til að skapa fallega stemningu á hlýju sumarkvöldi.  Kerti í lugt er einn möguleikinn til að hafa það huggulegt.

Lugtir fást í mismunandi stærðum og gerðum og henta vel til að skapa notalega stemningu á sólpallinum. Notaðu stærri lugtirnar til að lýsa upp staði á pallinum en þær minni eða kertastjaka á borðin til að setja punktinn yfir „i“ ið. 

Önnur hugmynd til að lýsa upp sólpallinn, án þess að um of sé gert, er að setja upp fallega ljósaseríu.  Ljósaseríurnar fást bæði fyrir venjulegar rafhlöður og sólarrafhlöður.

 

HÖFUNDUR: Martin C. Lumb