Fara beint í efni
Beint á efni síðunnar
Rúmfatalagerinn - Lógó
Fara til hægri valmyndar
Vaxandi/Lækkandi röð

Persónuvernd

Meðferð persónuupplýsinga

Það er mikilvægt að þú finnir fyrir öryggi í viðskiptum í vefverslun okkar. Rúmfatalagerinn rekur gagnakerfi sitt sjálfstætt og ber ábyrgð á efni og gögnum á heimasíðu sinni. 

Við fylgjum lögum og reglugerðum hvað varðar meðferð persónuupplýsinga. Við eyðum ekki upplýsingum um vörukaup þín fyrr en ábyrgðarfrestur hefur runnið út.

Þegar greiðsla fer fram í gegn um heimasíðu okkar eru greiðsluupplýsingar skráðar á öruggu vefsvæði sem tryggir að greiðsluupplýsingar þínar verða óaðgengilegar fyrir óviðkomandi.

IP tala þín er skráð við greiðslu pöntunar. Þær upplýsingar ásamt persónuupplýsingum og upplýsingum um vörukaup gætu verið notaðar í tengslum við lögreglurannsókn vakni grunur um sviksemi eða misnotkun greiðslukorta.

Hvaða upplýsingar geymir Rúmfatalagerinn?

A) Upplýsingar tengdar vörukaupum:

Þegar vörukaup eru gerð á vefverslun Rúmfatalagersins ertu beðin(n) um upplýsingar um nafn, heimilisfang, símanúmer, netfang og heimilisfang afgreiðslu. 

Við geymum allar þessar upplýsingar á gagnasvæði okkar sem er vel varið með eldveggjum. Upplýsingarnar eru eingöngu aðgengilegar Rúmfatalagernum og samþykktum samstarfsaðilum okkar. Þessar upplýsingar notum við einungis til að geta afgreitt pöntun þína og til þess að geta sinnt þeim málum sem upp kunna að koma varðandi hana. 

Þú getur hvenær sem er uppfært skráningu þína og valið að hafna skráningu persónuupplýsinga líkt og kveðið er á um í lögum um meðferð persónuupplýsinga.

Við notum netfang þitt eingöngu í tengslum við afgreiðslu pöntunar þinnar. Óskir þú hins vegar eftir því að fá fréttabréf okkar sent þá þarft þú að staðfesta beiðni um það.

Við þurfum ekki símanúmerið þitt, en það er betra að hafa það ef hringja þarf í þig vegna vandamála sem kunna að koma upp við afgreiðslu.

Rúmfatalagerinn skuldbindur sig til að afhenda ekki, selja eða gera upplýsingar sem þú lætur af hendi vegna viðskipta okkar aðgengilegar til þriðja aðila.


B) Upplýsingar vegna áskriftar að fréttabréfi / markaðstengdu efni:


Rúmfatalagerinn leggur sig fram við að fylgja gildandi lögum og reglum um markaðssetningu. Þess vegna sendum við fréttabréf okkar einungis til þeirra sem hafa skráð sig á póstlista okkar. Ef þú færð fréttabréfið og hefur ekki samþykkt skráningu á póstlistann gæti skýringin verið sú að manneskja þér tengd hafi áframsent fréttabréfið til þín.

Viljir þú fá fréttabréf okkar sent þá biðjum við þig um netfang við skráningu. Með skráningu samþykkir þú að fá send vikulega bæklingartilboð, helgartilboð og fréttabréf.

Upplýsingar sem þú gefur okkur geymum við í gagnagrunni á vörðum netþjóni. Eingöngu ábyrgðarmenn vefverslunar Rúmfatalagersins, ásamt ábyrgum samstarfsaðilum, hafa aðgang að upplýsingum þínum.

Við ábyrgjumst að við munum ekki afhenda eða selja netfang þitt til annarra aðila.

Þú hefur möguleika á að afþakka fréttabréf okkar með því að fara á vefslóð neðst í tölvupóstinum sem fréttabréfið var sent með.


C) Upplýsingar sem safnast að sjálfu sér (Vafrakökur):


Við viljum bjóða upp á notendavæna heimasíðu með upplýsingum sem gagnast þér sem best. Þess vegna notum við tækni sem getur safnað saman, flokkað og unnið úr hvernig heimasíðan okkar er notuð.

Til að safna þessum upplýsingum saman notum við vafrakökur eða „cookies“. Vafrakaka er lítil textaskrá sem er geymd í tölvunni þinni. Þetta þýðir í raun að heimasíðan okkar „man“ eftir þér næst þegar þú heimsækir hana og við getum unnið tölfræðilegar upplýsingar um hvernig viðskiptavinir og aðrir sem hana heimsækja nota heimasíðuna.

Við notumst við vefkökur Google Analytics. Þær hjálpa okkur við að finna út hvaða hluta af heimasíðunni viðskiptavinir skoða þegar þeir fara inn á www.rumfatalagerinn.is.

 

Þú getur hvenær sem er breytt samþykki fyrir vafrakökum í vafranum þínum. Þú getur einnig eytt vafrakökum úr vafranum. Á allaboutcookies.org finnur þú leiðbeiningar um hvernig á að eyða vafrakökum í mismunandi vafragerðum.

Hafðu í huga að ákveðna hluta vefsvæðisins www.rumfatalagerinn.is er ekki hægt að nota nema vafrinn samþykki vafrakökur.

 

Upplýsingar um viðskiptavini okkar eru okkur mikilvægar og við munum hvorki selja né afhenda upplýsingarnar til annarra. 


Allar upplýsingar um viðskiptavini er trúnaðarmál.

Póstur frá þér til okkar fer ekki áfram, nema þú óskir eftir að hann sé áframsendur til viðkomandi aðila eða verslunar.

Ef einhverjar spurningar vakna þá er um að gera að senda okkur póst á adstod@rfl.is