Fara beint í efni
Beint á efni síðunnar
Rúmfatalagerinn - Lógó
Fara til hægri valmyndar
Vaxandi/Lækkandi röð

 

 

Gott að vita um sængur

Góður svefn er undirstaða orku þinnar og vellíðunar. Val þitt á sæng og kodda er næstum jafn mikilvæg ákvörðun eins og val þitt á dýnu. Þess vegna ættirðu að skoða alla möguleika.

 Í Rúmfatalagernum ehf

er mikið úrval sænga í mismunandi verðflokkum til að mæta sem flestum kröfum markaðarins. Sængunum er skipt upp í þrjá flokka.Veljið réttu sængina

Til að velja réttu sængina er mikilvægast að taka tillit til þess hvaða hitastig er yfirleitt í svefnherberginu og velja út frá því hvaða sæng skal keypt og eins ef þú hefur ofnæmi hvort hún skal fyllt náttúruefni eða trefjafyllingu.

Dúnn og fiður

Kosturinn við náttúruleg efni eins og dún og fiður er endingin svo og eiginleiki þess til að taka við raka frá líkamanum. Dúnn og fiður einangrar yfirburðavel og þó svo sængin geti verið létt og loftfyllt þá getur hún einangrað mjög vel og haldið góðum hita.

Trefjar

Trefjafylling líkir vel eftir eiginleikum dúns og fiðurs, sérstaklega eiginleikann til að einangra og til að hrinda frá sér raka. Trefjafyllingu má þvo og setja í þurrkara við háan hita skipti eftir skipti án þess að skaða eiginleika fyllingarinnar. Vegna þessa er trefjafylling sérstaklega væn þeim sem hættir við ofnæmi.

Góð ráð við meðhöndlun á sængum

Úrval okkar af sængum og koddum er mjög mikið og flestir finna eitthvað við sitt hæfi. Við bjóðum 2-10 ára ábyrgð á flestum sængum, mismunandi eftir gerðum. Við búum einnig að nokkrum góðum ráðum um hvað þú getur gert til að sæng þín og koddi endist sem best.

- Sængur og kodda ætti að hrista upp á hverjum degi til að viðhalda loftun og léttleika dúns og fjaðra.

- Forðist að ryksuga eða nota bankara á sængurnar þar sem það getur skemmt dún og fjaðrir. Ef þvottamerki segir að setja megi í þvottavél þá fylgið vel þvottaleiðbeiningum og gætið þess fyrir notkun að sængin eða koddinn sé algjörlega þurr og laus við raka.

- Huga ætti að því að lofta vel út í svefnherbergjum dag hvern og rúmteppi ætti ekki að breiða alveg strax yfir rúmið eftir að farið er á fætur. Ef þetta er passað nær raki sem lagst hefur í sæng eða kodda að gufa upp og rúmfatnaðurinn heldur léttleika sínum.

Ef þú breiðir rúmteppi yfir rúmið geta sængur og koddar lagst lítið eitt saman undan því vegna þess að raki hefur náð að setjast í sængurfatnaðinn. Til að fríska upp á sængur og kodda er ráð að setja í þurrkara og láta ganga nokkra stund og þá etv. með 2x tennisboltum eða gúmmískó sem hjálpar til við að endurvekja fyllingu dúns og fjaðra á ný. Á meðan þurrkuninni stendur er mælt með að stöðva þurrkun á u.þ.b. kortersfresti og hrista upp í sæng og kodda.

Þéttari yfirver = meiri gæði

Yfirverin skipta mestu máli þegar gæði vöru fyllt dúni og fiðri eru skoðuð. Gerð yfirversins segir til um hversu mikið loft er í fyllingunni, hversu góður dúnninn og fiðrið er og þar með hversu langs líftíma þú getur vænst af sænginni og koddanum. 

Dúnn klæddur í yfirver með háum þéttnistuðli gefur léttri og fylltari sæng sem einangrar betur. Því meira fiðri sem blandað er samanvið dúninn og því lægri þéttnistuðull sem er á yfirverinu, því þyngri verður sængin. Þess vegna segir þyngdin ekki endilega um hversu hlý sængin er. T.d. er sæng með 500g fyllingu klædd yfirveri með þéttnistuðul 11 hlýrri en sæng með 1200 g fyllingu klædd yfirveri með þéttnistuðli 4.

Ofnæmi og sængur

Rykmaurar, raki og bakteríur í híbýlum eru m.a. orsakir þess að 10-40% íbúa fær einkenni astma, ofnæmis og háls- nef- og eyrnasýkinga. Kjöraðstæður rykmaura eru rúmin okkar. Þessar örsmáu verur innihalda ensím sem geta valdið ofnæmisviðbrögðum hjá fólki sem viðkvæmt er fyrir slíku.

Það er ekki auðvelt að halda heimilinu algjörlega fríu af rykmaurum. En það er hægt að sporna við vexti þeirra og viðgangi með því t.d. að þvo sæng, kodda og yfirdýnu 5-6 sinnum yfir árið. Það torveldar viðgang þeirra. Svo tíður þvottur leiðir þó til þess að líftími jafnvel bestu sænga og kodda styttist.Margir halda að þeir sem þjást af ofnæmi geti ekki sofið við dúnsængur. Nú til dags er það vandamál úr sögunni þar sem allar dúnsængur og koddar, utan þeirra sem fyllt eru með æðardúni, þola þvott. Sá sem þjáist af ofnæmi þarf að geta þvegið kodda sinn og sæng við amk. 60 gráður á celsíus til að hindra óþægindi af völdum rykmaura.

Sængur fyrir ofnæmissjúka

Í Rúmfatalagernum ehf. fást sængur og koddar ætluðu fyrir ofnæmissjúka – fylgstu með merkingunum og þá finnurðu þær

Greenfirst

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Er náttúrulegt efni gert úr lavendel, sítrus og eucalyptus. Sængur og koddar sem hafa verið meðhöndluð með þessu efni eru þolnari gagnvart rykmaurum og því að raki setjist í sængina eða koddann.Nomite

Veitir tryggingu fyrir að rykmaurar og úrgangur þeirra komist ekki í gegn um yfirverið (efnið sem er utan um sængur- eða koddafyllingu).Allerban

Er gerilhindrandi efni sem kemur í veg fyrir að rykmaurar og bakteríur nái að myndast. Í efnisuppbyggingunni liggja sérsaklega long mólikúl sem eru nokkurskonar gildrur og eyðileggja frumur rykmaura og baktería.