Fara beint í efni
Beint á efni síðunnar
Rúmfatalagerinn - Lógó
Fara til hægri valmyndar
Vaxandi/Lækkandi röð

Er dýnan þín of gömul?

Mikið úrval í öllum verðflokkum

Það er mikilvægt að velja dýnu sem uppfyllir þínar þarfir. Í Rúmfatalagernum höfum við breitt úrval af dýnum og rúmútfærslur í öllum verðflokkum til þess að uppfylla misjafnar þarfir og óskir. Í DREAMZONE® og WellPur flokkunum okkar getur þú prófað allar dýnur, sem skipt er niður í þrjá flokka: BASIC PLUS og GOLD.

basic

Ef þú óskar eftir vörum á frábæru verði og vilt fá mikið fyrir peninginn,veldu þá BASIC

plus

Ef þú óskar eftir þægindum og gæðum á góðu verði, veldur þá vörur merktar PLUS.

gold

Ef þú óskar eftir einstökum gæðum án þess að greiða of mikið, veldu þá vörur merktar GOLD.

Leiðbeiningar að réttri dýnu

Hæð og þyngd

Dýnan þarf að veita réttan stuðning sem miðast við þyngd notanda. Stífleiki dýnunnar skiptir máli. Því þyngri sem viðkomandi er, því stífari þarf dýnan að vera til þess að stuðningur dýnunnar sé réttur.

Finndu dýnu með stuðningi sem hentar þér:

Hér eru þrjú góð ráð til að finna dýnu með réttum stuðningi:

 1. Axlir þínar og mjaðmir eiga að sökkva niður þanning að hryggsúlan þín sé lárrétt. Þannig finnur þú dýnuna sem hentar þér best.
 2. Ef þú liggur á bakinu áttu að geta sett hönd þína flata undir lendina. Ef það er mjög auðvelt er bilið milli lendar og dýnu of mikið, en þá er dýnan og stíf. Ef þetta reynist erfitt er dýnan hins vegar ekki nægilega stíf fyrir þig
 3. Yfir nóttina svitnum við. Til þess að koma í veg fyrir að dýnan verði rök er yfir- eða hlífðardýna, sem má þvo, góð lausn.
Prófaðu dýnuna

Besta leiðin til þess að finna út hvort dýnan sé rétt fyrir þig er að leggjast á hana. Taktu þér góðan tíma þegar þú prófar dýnuna og leggstu í þá stellingu sem þú liggur oftast í heima hjá þér. Dýnan þarf að vera minnsta kosti 10 cm lengri en hæð þín og nægilega breið, þannig að olnbogar þínir séu inni á dýnunni þegar þú liggur á bakinu með hendurnar meðfram líkamanum.

Boxdýna

Með boxdýnu þarftu aðeins að festa fæturna undir rúmgrindina til að gera rúmið klárt, þar sem gormar dýnunnar eru byggðir inn í trégrind. í flestum tilfellum fylgir yfirdýna með þegar þú kaupir boxdýnu.

Springdýna

Springdýnur henta bæði rafmagnsrúmum og rúmum með rimlabotni. Lengja má líftíma flestra springdýna með því að snúa þeim reglulega á alla kanta. Í kjarna springdýna eru fjaðrir og hafa dýnurnar mismunandi fjöðrun.

Svampdýna

Svampdýnur henta rafmagnsrúmum eða rúmum með rimlabotni. Yfirleitt má þvo áklæðið sem hlífir svampdýnunum okkar.

Yfir- og hlífðardýna

Með notkun yfir- og hlífðardýna má lengja líftíma dýnunnar og auka þægindi hennar. Hlífðardýnan gegnir því hlutverki að hlífa dýnunni sjálfri. Flest áklæði utan af yfirdýnunum okkar þola þvott og sama gildir um hlífðardýnurnar.

Rafmagnsrúm

Rafmagnsrúm býður upp á mikla fjölbreytni þar sem botninn bæði lyftir og gefur eftir og býður upp á margar mismunandi setu-, hvíldar og svefnstöður. Við eigum gott úrval af samsettum rafmagnsrúmum en einnig er hægt að fara aðrar leiðir í samsetningu þeirra til að uppfylla sérstakar óskir.


Góð ráð við val á dýnu

Vaknar þú hress og endurnærð(ur) á morgnana? Góður nætursvefn er mikilvægur heilbrigði þínu og lífsgæðum. Góð dýna er grunnurinn að góðum nætursvefni.

Þess vegna er mjög mikilvægt að dýnan sem þú velur gefi þér einmitt þann stuðning sem þú þarft. Þessar leiðbeiningar hjálpa þér við að greina þarfir þínar og fá yfirsýn yfir úrval dýna í Rúmfatalagernum ehf.

Mundu að starfsfólk verslana okkar er ætíð reiðubúið til að hjálpa þér frekar við valið – það er bara að spyrja.


Hvað þarftu að taka ákvörðun um og prófa áður en þú kaupir þér dýnu?

Athugaðu atriðin hér á eftir, þá ertu nokkuð öruggur:

 • Stærðin.
  Dýnan ætti að vera minnst 10 sm. lengri en þú og eins breið og pláss er fyrir.
 • Er dýnan ætluð þér og maka þínum?
  Þá þurfið þið bæði að skoða og prófa. Ef mikill munur er á hæð ykkar og þyngd gæti verið að þið þyrftuð tvær mismunandi dýnur.
 • Þjáist þú af ofnæmi?
  Þá er svampdýna hugsanlega rétti valkosturinn fyrir þig
 • Raki.
  Við svitnum á næturnar. Til að hindra að raki setjist í dýnuna gæti verið góð lausn að hafa yfirdýnu sem má þvo eða viðra.
 • Koma börnin oft í rúmið?
  Þá er kostur að hafa breiða dýnu.
 • Lestu í rúminu?
  Þá er gott að eiga rafmagnsrúm
 • Prófaðu mýkt/stífleika. Prófaðu dýrnurnar í Rúmfatalagernum.
  Farðu úr jakka og skóm, taktu þér tíma og leggstu í rúmið. Leggstu eins og þú myndir gera heima í þínu eigin rúmi.
 • Leggstu á bakið.
  Færðu nægan lendastuðning? Dýnan ætti að fylgja sveigju hryggsins. Ef myndast holrúm undir hryggnum er dýnan of stíf.
 • Leggstu á hliðina.
  Síga axlir og mjaðmir vel niður í dýnuna? Mittið ætti að fá stuðning en hryggsúlan að vera lárétt.
 • Prófaðu að snúa þér.
  Er auðvelt að snúa sér í rúminu? Ef ekki, þá getur verið að þú sért að prófa of mjúka dýnu.
amerískar dýnur

Skoðaðu úrvalið okkar af dýnum