Fyrsta verslun Rúmfatalagersins var opnuð á Íslandi árið 1987 af þeim Jákup Jacobsen og Jákup N. Purkhús. Í dag eru verslanir Rúmfatalagersins á Íslandi 7 talsins ásamt öflugri vefverslun. Verslanir Rúmfatalagersins eru staðsettar á Smáratorgi, Skeifunni, Granda, Bíldshöfða, Selfossi, Akureyri og Reykjanesbæ.
Rúmfatalagerinn er hluti JYSK sem er alþjóðleg keðja húsgagnaverslana með skandinavískar rætur sem gera þér auðvelt að innrétta öll herbergi heimilisins og garðinn. Á heimsvísu eru JYSK verslanirnar fleiri en 3.200 í 48 löndum. JYSK leitast ávallt eftir því að bjóða viðskiptavininum alltaf upp á góð tilboð og góða þjónustu, sama hvort þú kjósir að versla í verslun eða vefverslun. Stofnandi JYSK, Lars Larsen, opnaði fyrstu JYSK verslunina í Danmörku árið 1979. Í dag starfa um 30.000 manns hjá JYSK keðjunni. JYSK er hluti af Lars Larsen Group sem er í eigu fjölskyldu Lars Larsen. Velta JYSK var 36,2 milljarðar DKK á fjárhagsárinu 21/22.