Fara beint í efni

JYSK er alþjóðleg keðja húsgagnaverslana sem rekur yfir 3.300 verslanir í 48 löndum víðsvegar um heiminn. JYSK leitast ávallt eftir því að bjóða viðskiptavininum upp á góð tilboð og góða þjónustu, sama hvort þú kjósir að versla í verslun eða vefverslun.

Stofnandi JYSK, Lars Larsen, opnaði fyrstu JYSK verslunina í Danmörku árið 1979 og í dag starfa um 30.000 manns á heimsvísu hjá JYSK keðjunni. JYSK er hluti af Lars Larsen Group sem er í eigu fjölskyldu Lars Larsen. Verslanir JYSK á Íslandi eru reknar með viðskiptasérleyfi (franchise).