Fara beint í efni
Beint á efni síðunnar
Rúmfatalagerinn - Lógó
Fara til hægri valmyndar
Vaxandi/Lækkandi röð

Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun Rúmfatalagersins

Lógo

Tilgangur og markmið

Jafnréttisáætlun Rúmfatalagersins miðar að því að tryggja öllum starfsmönnum jöfn tækifæri, stöðu og kjör óháð kyni. Gætt er fyllsta jafnræðis milli karla og kvenna og lögð er rækt við að efla hæfni, getu og kunnáttu hvers einstaklings án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað. Allir skulu hafa jöfn tækifæri til að nýta eigin atorku og þroska hæfileika sína . Tryggt skal að starfsmönnum verði ekki mismunað á nokkurn hátt svo sem vegna kyns, aldurs, kynþáttar, þjóðernis, kynhneigðar, fötlunar, trúar, skoðana eða annarrar stöðu.

Áætlunin er endurskoðuð á þriggja ára fresti og er í unnin í samræmi við lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Launajafnrétti

Við ákvörðun launa og annarra kjara skal gæta fyllsta jafnréttis. Greiða skal jöfn laun og starfsmenn skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Laun verði ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla og með sömu viðmiðum sem ekki fela í sér kynjamismunun.

Markmið Aðgerðir Ábyrgð Tímarammi
Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu og jafnverðmæt störf. Greina skal árlega laun og fríðindi. Leiðrétta skal laun ef fram kemur mismunur sem ekki verður skýrður af öðru en kynferði. Framkvæmdastjóri og mannauðsstjóri. Árlega.

Laus störf, framgangur í starfi, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun

Laus störf skulu standa opin jafnt konum og körlum. Jafnréttissjónarmið verða metin til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið sem ráða við stöðuveitingar og ráðningar.

Kyn starfsmanns skal ekki hafa áhrif á tækifæri til starfsframa, starfsþróunar, endur- og símenntunar eða til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf.

Gæta skal jafnréttis hvað varðar ábyrgð og þátttöku starfsmanna í starfshópum og nefndum.

Markmið Aðgerðir Ábyrgð Tímarammi
Konur og karlar hafi jafnan aðgang að lausum störfum. Starfsþróun og framgangur í starfi skal vera óháður kyni. Taka saman kynjahlutföll í öllum starfshópum. Ef um ójafnt hlutfall er að ræða skal sérstaklega tekið tillit til þess við ráðningar. Framkvæmdastjóri, millistjórnendur og mannauðsstjóri. Eftir þörfum.
Öll starfsþjálfun, sí og endurmenntun og námskeið skulu vera aðgengileg báðum kynjum. Bæði kyn hvött til jafns til þátttöku. Árlega er gerður samanburður á sókn kvenna og karla í sambærilegum störfum í endurmenntun og starfsþjálfum. Framkvæmdastjóri, millistjórnendur og mannauðsstjóri. Árlega.
Starfshópar og nefndir skulu mannaðar báðum kynjum. Greina skal kynjahlutfall árlega í starfshópum og nefndum. Sé samsetning ójöfn skal bætt úr því. Framkvæmdastjóri og millistjórnendur. Endurskoðað við skipan nýs hóps eða nefndar eftir verkefnum.

Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs

Gera skal nauðsynlegar ráðstafanir til þess að starfsmönnum verði kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Miðast þær að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma að teknu tilliti til bæði fjölskylduaðstæðna starfsmanna og þarfa fyrirtækisins.

Báðum kynjum skal gert auðvelt fyrir að koma til starfa eftir fæðingarorlof, foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna óviðráðanlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna. Slíkar aðstæður skulu ekki hafa neikvæð áhrif á ákvarðanir um framgang í starfi.

Markmið Aðgerðir Ábyrgð Tímarammi
Konum og körlum gert kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Vaktkerfi verði fyrirsjáanlegt og gefinn kostur á sveigjanlegum vinnutíma eftir því sem unnt er. Framkvæmdastjóri, millistjórnendur og mannauðsstjóri. Eftir þörfum.
Karlar og konur verði upplýst um rétt sinn til foreldra- og fæðingarorlofs og leyfis vegna veikinda barna. Starfsmönnum kynnt réttindi og skyldur sem þeir hafa í þessum efnum. Mannauðsstjóri. Við upphaf starfs.

Kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni

Ofbeldi af nokkrum toga verður ekki liðið. Stjórnendum er skylt að skapa vinnuskilyrði sem ekki bjóða uppá kynbundna eða kynferðislega áreitni á vinnustaðnum. Komi slíkar kvartanir fram ber þeim að taka rétt á málum og leita aðstoðar hjá mannauðsstjóra og framkvæmdastjóra. Skulu slíkar kvartanir rannsakaðar og starfsfólki veittur stuðningur eftir bestu getu.

Markmið Aðgerðir Ábyrgð Tímarammi
Vinna gegn kynbundnu ofbeldi, kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Fræðsla um kynbundna og kynferðislega áreitni og meðferð slíkra mála til starfsfólks. Mannauðsstjóri . Við upphaf starfs.

Áætlun þessi tekur gildi 01.10.2018.