Fara beint í efni

Rúmfatalagerinn er hluti af alþjóðlegu verslunarkeðjunni JYSK. Fyrsta Rúmfatalagersverslunin var opnuð á Íslandi árið 1987 af þeim Jákup Jacobsen og Jákupi N. Purkhús.

Í dag eru verslanir Rúmfatalagersins 6 talsins ásamt öflugri vefverslun og vöruhúsi. Verslanir eru staðsettar á Smáratorgi, Skeifunni, Granda, Bíldshöfða, Selfossi og Akureyri. 

Rúmfatalagerinn hefur verið leiðandi á lágvöruverðsmarkaðnum á Íslandi frá upphafi. Rúmfatalagerinn hefur ávallt haft það að markmiðið að bjóða frábært vöruúrval, góða þjónustu ásamt því að vera ávallt aðeins ódýrari.